UM OKKUR

Upphafið að Bílalausnum má í raun rekja til ársins 2006, þegar 2 frændur byrjuðu að gera við bíla í bílskúr utan skólatíma til að ná sér í aukna reynslu á þessu sviði. Ekki leið á löngu þangað til bílskúrinn reyndist of lítill vegna mikillar eftirspurnar og þá var farið í leit að iðnaðarhúsnæði og fannst húsnæði að Dalvegi 28, þar sem starfsemin er enn í dag. Í fystu var um eina bílalyftu að ræða en í dag eru 4 nýjar lyftur af gerðinni STEINHOJ sem eru hágæða bílalyftur sem standast ströngustu öryggiskröfur. Hjá fyrirtækinu starfa 3-4 starfsmenn í fullu starfi.

Eigandi Bílalausna er Jóhann B. Stefánsson